Vöruverð lækkaði í Bónus og Krónunni

Vöruverð hefur hækkað í nokkrum verslunum frá því í janúar en lækkað í öðrum samkvæmt verðkönnun, sem  ASÍ birti í dag. Verðið hækkaði mest um 3,6% í Kaskó og í Nóatúni um 3,1% en lækkaði um 2,6% í 10–11, um 1,7%  í Krónunni og 1,6% í Bónus.

Að sögn ASÍ hefur verð hækkað á hreinlætisvörum, drykkjarvörum og ýmsum nýlenduvörum en grænmeti, ávextir og mjólkurvörur lækkuðu á flestum stöðum.

Í lágvöruverðsverslunum hækkaði vörukarfan mest í Kaskó um 3,6% en lækkaði um 1,7% í Krónunni. ASÍ segir, að rekja megi hækkunina í Kaskó til hækkunar af kjötvörum, 12,1%, hækkunar á hreinlætis‐ og snyrtivörum, 8,4%og 5% hækkunar á drykkjarvörum.

Í Krónunni hækkuðu hreinlætis‐ og snyrtivörur um 10,5% og drykkjarvörur hækkuðu um 4,2% en kjötvörur lækkuðu um 9%.  Lækkun verðs í 10-11 skýrist að mestu af lækkun á grænmeti og ávöxtum (‐7,4%), drykkjavörum (‐5,1%) og kjötvörum (‐3,5%).(mbl.is)

Þasð er greinilega nokkur samkeppni í smásöluversluninni  og er það vel.Það er mikil þörf á samkeppni og lágvöruverðsverslunum,þegar verð innfluttra vara hækkar jafnmikið og raun ber vitni.

Verslanir neita því að þær hafi aukið álagningu sína.Vonandi er það rétt,þar eð nægar eru hækkanir á innfluttum vörum þó hækkun álagningar bættist ekki við.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband