Föstudagur, 15. maí 2009
Forseti Íslands ræddi ESB við þingsetningu
Enn eru hér alþingismenn sem kynntust því á yngri árum hvernig ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag.
Allir vita að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu getur
orðið, ef illa tekst til, efniviður í slíkan klofning," sagði Ólafur Ragnar. Öll meðferð málsins verði því að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir. Rökin með og á móti aðild væru svo efnisrík að menn verði að virða sjónarmið hvers annars.
Við þurfum öll að hafa í huga, hvaða stöðu sem við gegnum eða
hver sem afstaðan er til aðildar, að í þessum efnum er það þjóðin sem
ræður," sagði Ólafur Ragnar. Því þyrfti að búa málið vel fyrir þjóðina til að forðast eftir fremsta megni að úrslitin skilji eftir djúpstæða gjá. (visir.is)
Það er rétt hjá forseta,að ESB málið getur auðveldlega klofið þjóðina.En ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að hafa sem mest samræáð við hagsmunaðila í þjóðfélaginu og stjórnarandstöðuna.Slíkt samráð getur dregið úr klofningi. Leggja vber áherslu á sem mest samráð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.