Ásta R.Jóhannesdóttir forseti alþingis.Allir varaforsetar konur

Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var kjörin forseti Alþingis á fimmta tímanum í dag. Alls greiddu 59 þingmenn Ástu atkvæði sitt. Þrír greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi. Ásta tók við fundarstjórn strax að því loknu. Ásta sagðist meta traustið mikils og að hún vænti góðs samstarfs við starfsfólk Alþingis.


Konur mynda forsætisnefnd Alþingis


Varaforsetar þingsins voru einnig kjörnir en það eru allt konur:

  1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
  2. Þuríður Backman, þingmaður VG,
  3. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
  4. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins,
  5. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og
  6. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (visir.is)

Það er a´nægjulegt,að allir forsetar alþingis skuli vera konur og ekemmtilegt tímanna tákn.

Björgvin Guðmundson


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband