Laugardagur, 16. maí 2009
Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ekki að fá nein starfslokalaun
Uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar á starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna kostar sjóðinn fimmtán milljónir hið minnsta. Það tekur mánaðarlífeyrisgreiðslu 800 láglaunamanna að greiða fyrir starfslok hans.
Þorgeir Eyjólfsson hefur gegnt starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna í um aldarfjórðung. Hann sagði starfi sínu óvænt lausu í morgun. Hann segir á fréttavef Morgunblaðsins í dag að ákvörðunin sé tekin í framhaldi nýlegra breytinga í baklandi sjóðsins, en útskýrir ekki nánar hvaða breytingar það eru. Fréttastofa náði ekki sambandi við Þorgeir í dag.
Þorgeir var með um 30 milljónir króna í laun sem forstjóri sjóðsins á síðasta ári og hafði auk þess til umráða Cadilac lúxusjeppa sem kostar lífeyrissjóðinn um 300 þúsund krónur á mánuði.
Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, staðfesti í samtali við fréttastofu nú síðdegis að Þorgeir fengi sex mánaða uppsagnarfrest sinn greiddan líkt og venja væri með forstjóra sem hefðu verið 25 ár í starfi, þó hann hefði sjálfur sagt starfinu lausu. Þá heldur Þorgeir einnig lúxusjeppanum í boði lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Því má ætla að uppsögn Þorgeirs kosti sjóðsfélaga ekki minna en fimmtán milljónir króna, fyrir utan bílafríðindin. Láglaunamaður í VR greiðir að meðaltali tæpar 19.000 krónur til sjóðsins í hverjum mánuði. Það þarf því lífeyrisgreiðslur tæplega 800 sjóðsfélaga til að dekka kostnað sjóðsins við uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar.
Þess má geta að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði tugum milljarða króna á síðasta starfsári Þorgeirs.(visir.is)
Það er eðlilegt að þeir,sem sagt er upp störfum fái greiddan einhvern uppsagnarfrest en það finnst mér að eigi ekki að gilda þegar menn segja sjálfir upp.Af hverju á Lífeyrissjóður verslunarmnanna að greiða forstjóranum15 millj.,þegar hann segir upp.Hvaða rugl er þetta? Á ruglið frá þvi fyrir bankahrun að halda áfram?Forstjórinn var á himinháum launum,úr takti við allt sem eðlilegt gat talist og hafði auk þess mikil hlunnindi. Það er búið að gagnrýna þetta bruðl mikið.Ætlar nýja stjórnin í VR að halda þessu bruðli áfram?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin
Sammál þér, þeir sem ákveða svona hafa annað raunvöruleikamat heldur en fólkið í landinu.
Hvernig í ósköpunum getur einstaklingur ákveðið að hætta störfum og ætlast til þess að fá 6 mánuði borgaða með fríðindum ?? Ég myndi skilja þetta ef honum yrði sagt upp störfum.
Ef við myndum nú ákveða Björgvin að hætta í vinnuni okkar ( segja upp)? Ég er ekki viss um að ég fengi einu sinni 3 mánði borgaða nema að þurfa að vinna út frestin. Að greiða manninum laun í 6 mánuði með þessum hætti af því hann er ekki sáttur við nýtt bakland sjóðsins verður ekki liðið á minni vakt.
Ef rétt reynist að stjórn sjóðsins hafi samþykkt að gera þetta með þessum hætti mun ég að öllum líkindum leggja fram vantrausttillögu á stjórnina á ársfundi sjóðsins þann 25. máí næstkomandi.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.5.2009 kl. 11:12
Jeb enda brosti karlinn út að eyrum þegar var tekinn mynd af honum og sett í blöðin,,hann heldur örugglega að hann sé búinn að vinna svo göfugt starf og ábyrgðamikið.Því miður þá hefur fólk sem gegnir æðstu embættum landsins ekki gengið í takt við okkur smælingjana.
Res (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.