Jóhönnu Guðrúnu fagnað á Austurvelli í dag

Fagnaður verður á Austuvelli klukkan 17:30 í dag.

Reykjavíkurborg í samvinnu við RÚV undirbýr fagnaðarfundinn fyrir Jóhönnu og félaga hennar í íslensku sveitinni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir glæsilegan árangur Jóhönnu tilefni til að gleðjast.

„Okkur langaði að veita borgarbúum tækifæri til að taka á móti og fagna með Jóhönnu. Hún var landi og þjóð til mikils sóma í gær," segir Hanna Birna í tilkynningu sem send var frá borgarstjóra.

Jóhanna og fylgdarlið hennar fljúga til Íslands í dag og munu þau syngja á sviði framlag Íslands í keppninni, sem hreppti annað sætið, Is it True? Páll Óskar Hjálmtýsson mun hita upp og stýra viðburðinum á Austurvelli frá kl. 17.30. Bein útsending verður í Sjónvarpinu frá viðburðinum(ruv.is)

Það er vel til fundið hjá Reykjavíkurborg og RUV að halda fagnað fyrir  Jóhönnu Guðrúnu á Austurvelli í dag. Hún hefur staðið sig svo vel,að eðlilegt er að opinberir aðilar fagni henni og gefi almenningi kost á að taka þátt í því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband