Frömdu bankastjórar gamla Kaupþings lögbrot?

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt fyrirtækjum tengdum bresk-íranska kaupsýslumanninum Roberts Tchenguiz fyrir breskum dómstólum. Skilanefndin krefur viðskiptaveldi þessa fyrrum umfangsmikla viðskiptavinar bankans um 35 milljarða króna. Fyrirtæki Tchenguiz eru sökuð um að koma undan hagnaði af sölu á verslanakeðjunni Somerfield.

Breska dagblaðið Observer greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og stjórnarmaður í skilanefnd Kaupþings staðfesti þetta við fréttastofu í morgun.

 

Stefnan tengist umfangsmiklum viðskiptum gamla Kaupþings og Tchenguiz. Hann var einn stærsti viðskiptavinur gamla Kaupþings sem lánaði honum jafnvirði 46% innlána. Málið er höfðað vegna þess að félög í eigu kjarnafjárfestingarfélags Tchenguiz, TDT, ákváðu að halda afar arðbærri fjárfestingu í Somerfield fyrir utan það þegar Kaupþing hóf í október að innkalla lán sem veitt höfðu verið Tchenguiz. Skilanefnd Kaupþings fer fram á að fyrirtæki sem tengjast TDT greiði gamla Kauþingi skaðabætur. Málsóknin beinist ekki persónulega að Tchenguiz né að félaginu R20 sem er annað kjarnafjárfestingafélag í eigu kaupsýslumannsins en félagið á Menzies-hótelkeðjuna.

Í grein Observer kemur fram að Tchenguiz hafi farið illa út úr lausafjárkreppunni. Þegar skilanefndin hafi innkallað lánin í haust hafi fjárfestingafélag Tchenguiz, TDT, neyðst til að láta skilanefndina hafa stóran hluta eigna sinna. Að sögn stjórnarmanns í skilanefnd Kaupþings hafa þessar eignir ekki verið seldar. Hann segir að þær séu mjög vermætar, verðmætið þeirra séu nokkrir milljarðar.

 

Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður í Lundúnum segir að helstu eignir Tchengiz séu veitingahúsakeðjur og hótel. Hún segir ljóst að eignirnar hafa lækkað í verði og að það sé hluti af vanda Tchenguiz. Viðbúið sé að skuldir hans séu miklar og málshöfðunin muni gera stöðu hans enn verri.

Hafi eignir Tchenguiz verið veðsettar upp í topp geti orðið erfitt fyrir skilanefndina að fá skaðabæturnar. Sigrún segir að viðskiptaveldi hans hafi verið afar flókið net eignarhaldsfélaga. Í febrúar var stefna á hendur eignarhaldfélagi Tchenguiz, Oscatello, þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur vegna vangreiddrar yfirdráttarskuldar upp á yfir 100 milljarða króna. Tchenguiz er ekki einn af kröfuhöfum í gamla Kaupþingi en hann var hluthafi í bankanum. Hann situr í stjórn Exista, sem var móðurfélag Kaupþings, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins.(ruv.is)

Engin eðlileg skýring hefur fengist á því hvers vegna gamla Kaupþing lánaði Tchenguiz  46 % innlána bankans.Svo virðist sem hin miklu útlán til Tchenguiz hafi ekki farið fyrir  þá aðila bankans,sem áttu að fjalla um svo miklar lánveitingar.Það er mjög líklegt,að gamla Kaupþing hafi brotið lög með lánveitingunum til Tchenguiz.Það er furðu hljótt um rannsókn á málum, bankanna.Hvers vegna eru eignir eigenda bankanna ekki frystar? Hvað er sérstakur saksóknari að gera og hvað er Eva Joly að gera. Ekkert heyrist um störf hennar..

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband