Sunnudagur, 17. maí 2009
Telur koma til greina að rannsaka allar millifærslur í skattaskjól nokkur ár aftur í tímann
Dönsk skattayfirvöld vilja rannsaka allar millifærslur í skattaskjól nokkur ár aftur í tímann til að koma upp um skattaundanskot. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra telur athugandi að beita sömu aðferð á Íslandi.
Danski skatturinn leitar logandi ljósi að peningum í skattaskjólum í því skyni að ná heim þeim peningum sem stungið hefur verið undan. Danska viðskiptablaðið Börsen segir frá því að skatturinn hafi þegar fundið 400 skattaskúrka með því að rekja rafrænar millifærslur. Nú hefur danski skatturinn óskað eftir því við æðsta yfirvald skattamála þar í landi að fá að skoða allar millifærslur frá Danmörku til þeirra 50 ríkja sem eru á lista OECD yfir skattaskjól, fimm ár aftur í tímann. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur að þessari aðferð væri hægt að beita á Íslandi.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að hér þurfi að kanna alla möguleika en segir að það þurfi að hafa í huga að færslur af þessu tagi fari sjaldnast beint frá Íslandi til skattaskjólanna. Peningarnir séu gjarnan færðir á reikning til að mynda í Lúxemborg og þaðan í skattaskjólið sem flæki rannsókn mála. (ruv.is)
Það er full ástæða til þess að Íslendingar beiti sömu aðferðum og Danir varðandi rannsókn
á skattaskjólum og millifærslum íslenskra fyrirtækja þangað. Þessi aðferði reynist Dönum vel og mundi áreiðanlega verða árangursrík einnig hjá Íslendingum.Steingrímur J. þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum og láta rannsaka allar millifærslur íslenskra fyrirtækja í skattaskjól a.m.k. 5 ár aftur í tímann.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2009 kl. 09:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.