Mánudagur, 18. maí 2009
Sameina ber jafnaðarmenn í einum flokki
Ég skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir ofangreindri fyrirsögn.Í greininni segir svo m.a.:
Ekki er mikill ágreiningur milli Samfylkingar og VG. Flokkarnir eru alveg samstíga í velferðarmálum. Það er lítilsháttar ágreiningur í umhverfis- og stóriðjumálum en sá ágreiningur er ekki meiri en sá ágreiningur sem ríkir um þessi mál innan Samfylkingarinnar.Aðalágreiningsmálið er afstaðan til ESB.En um leið og það mál er leyst er í raun enginn ágreingur milli Samfylkingar og VG og þá er unnt að sameina flokkana.Að því ber að stefna.
Ég tel,að stjórnarsamvinna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í mai 2007 hafi verið mistök.Þetta var fyrsta stjórnarþátttaka Samfylkingarinnar eftir stofnun flokksins og með tilliti til þess,að Samfylkingin var stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum var það alveg út í hött að byrja á því að mynda stjórn með höfuðandstæðingnum.Ég skrifaði um það strax eftir kosningar 2007að mynda ætti félagshyggjustjórn.En ég talaði fyrir daufum eyrum. Samfylkingin vildi ekki í stjórn með Framsókn en hún vild i stjórn með Sjálfstæðisflokknum!. Mér fannst einnig stjórnaráttmálinn of máttlaus,og of lítið af stefnumálum jafnaðarmanna þar.Þetta hefur Ingibjörg Sólrún óbeint viðurkennt. En þetta er liðin tíð.. Nú þarf að horfa fram á veginn.Ef stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna gengur vel gæti það orðið upphafið að frekara samstarfi og jafnvel samruna þessara flokka. Það er tímaskekkja,að jafnaðarmenn séu í tveimur flokkum.Þeir eiga að vera í einum flokki. Það er enginn teljandi ágreiningur í innanlandsmálum .
Sjálfsagt finnst mörgum það fjarlægur draumur að sameina jafnaðarmenn í einum flokki og segja: Ekki næst samkomulag um sameiningu Samfylkingar og VG. En það sama sögðu menn þegar byrjað var að reyna sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.En sú sameining tókst. Foringjar eru ef til vill á móti sameiningu. En fólkið vill sameiningu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Með sameiningu þessara flokka myndu atkvæði þeim greidd, nýtast betur og líkurnar á að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar aukast.
Bjarni Líndal Gestsson, 18.5.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.