Ríkið eignast helming í Icelandair

Íslandsbanki hf. hefur tilkynnt að hann hafi leyst til sín 42% hlutafjár í Icelandair Group hf.

Fram kemur í tilkynningu bankans að aðgerðin hefur engin áhrif á daglega starfsemi félagsins, að hlutabréf þess verði áfram skráð í kauphöllinni og að stefnt sé að því að hluturinn verði seldur aftur í opnu og gagnsæju söluferli eins fljótt og unnt er.

Fyrir átti bankinn tæp 5% í félaginu og á því í dag samtals um 47%. Íslandsbanki hf. leysir bréfin til sín á genginu 4,5 fyrir hvern hlut sem er síðasta skráða viðskiptagengi með bréf í félaginu.

Megnið af fyrrgreindum 42% hlut var áður í eigu fjárfestingarfélaganna Máttur og Naust. Benedikt og Einar Sveinssynir voru stærstu eigendur Nausts og áttu jafnframt stóran hlut í Mætti. Milestone var hinsvegar stærsti eigandinn í Mætti.

Í tilkynningu Íslandsbanka segir að rekstur Icelandair Group hafi gengið betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá kemur fram að Fjármálaeftirlitið veitir Íslandsbanka hf. undanþágu frá yfirtökuskyldu.

Hlutabréfin sem Íslandsbanki hf. hefur í dag leyst til sín voru til tryggingar á lánum vegna hlutabréfakaupa í Icelandair Group hf. (visir.is)

Ríkisbankarnir eignast nú hvert fyrirtækið á fætur öðru.Það gerist vegna þess,að ríkisbankarnir eiga kröfur á fyrirtækin og þegar þau geta ekki borgað yfirtaka bankarnir fyrirtækin eða hlut í þeim.Það væri skynsamlegt að stofna eignaumsýslufélag á vegum bankanna (ríkisins) til þess að annast eignaumsýslu og rekstur þeirra félaga,sem lenda hjá ríkisbönkunum. Frv. var komið fram um það fyrir kosingar en strandaði í þinginu. Væntanlega verður það afgreitt nú.

 

Björgvin Guðmundsson






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband