Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada tekur gildi

Fríverslunarsamningur milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kanada öðlast gildi hinn 1. júlí næstkomandi. Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss eru aðilar að EFTA. Frá sama tíma öðlast gildi tvíhliða landbúnaðarsamningar milli einstakra EFTA-ríkja og Kanada, sem gerðir voru í tengslum við fríverslunarsamninginn, þar á meðal á milli Íslands og Kanada. Frá þessu er greint í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins.

Samningurinn mun hafa í för með sér niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum sem Ísland framleiðir og flytur út til Kanada. Í staðinn veitir Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir hvers kyns iðnaðarvörur.

Verðmæti útflutnings frá Íslandi til Kanada nam um 2,2 milljónum króna á árinu 2008 og var það um 0,7% af heildarinnflutningi ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti innflutnings frá Kanada í fyrra nam um 5,3 milljörðum, en það svarar um um 1,0% af heildarinnflutningi til Íslands á síðasta ári.(mbl.is)

Þetta er sögulegur og mikilvægur samningur. Kanada er mikilvægt samstarfs- og viðskiptaland Íslands.Fríverslunarsamningurinn við Kanada getur aukið viðskipti milli landanna en mikill markaður er í Kanada fyrir íslenskar vörur.Ekki síst er mikilvægt,að samningurinn skuli taka til ajávarfurða ásamt iðnaðarvörum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband