Mánudagur, 18. maí 2009
2 fyrirtæki sækja um á Drekasvæðinu
Umsóknir, sem bárust á föstudag um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu, eru frá norsku félögunum Aker Exploration og Sagex Petroleum, sem leggur fram umsókn í samvinnu við Lindir Resources. Umsóknirnar voru opnaðar í dag að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur, sem er nýtekin við embætti iðnaðarráðherra.
Kristinn Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofun, sagði að norsku fyrirtækin væru bæði vel þekkt og traust.
Aker Solutions er hluti af viðskiptaveldi Kjell Inge Røkke en hann er stjórnarformaður fyrirtækisins. Íslendingar eiga um 20% hlut í Sagex Petroleum, þar af eiga Lindir Resources 11,45% hlut og Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda, situr í stjórn Sagex. Lindir Resources eru í eigu Straumborgar ehf., fjárfestingarfélags Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu hans.
Katrín Júlíusdóttir sagði, þegar tilboðin voru opnuð, að þetta væri stór dagur í íslenskri orkusögu og verið væri að opna nýjar dyr að íslenskum iðnaði. Hún sagði ljóst að 50 ný störf myndu skapast við þjónustumiðstöð vegna olíurannsóknanna.
Umsóknirnar eru um rannsóknarleyfi á fjórum reitum á Drekasvæðinu en félögin sækja ekki um sömu reitina. Nú verður lagt mat á umsóknirnar og á niðurstaðan að liggja fyrir í október. Fyrirtækin hafa einnig 22 vikja frest til að ákveða hvort þau standa við umsóknirnar. (mbl.is)
Það er áægjulegt,að tvo fyrirtæki skuli hafa sótt um rannsóknar og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu.Við þessu eruð við að sigla inn á nýtt svið,sem ef til vill leiðir til olíuvinnslu.
Björgvin Guðmundsson
baka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.