Landsbankinn spáir 10,9% verðbólgu í mai

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan fari í 10.9% í maí og lækki því um eitt prósentustig frá því í apríl.

Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Þar segir að spáð sé að vísitala neysluverð muni hækka um 0,5% í maí. Það er einkum hækkanir á matvöru og bílum sem valda því að vísitalan hækkar en á móti kemur að verðþróun á fasteignaverði dregur úr þeim hækkunum.

Deildin segir að fasteignaverð sé nú stærsti þátturinn í þróun á vísitölu neysluverð og spáir því að það muni lækka um tæp 2% í maí.

Hinsvegar fari verð á innfluttum vörum hækkandi vegna veikingar á gengi krónunnar. Hún hafi veikst um 16% í síðasta mánuði og að sú veiking sé ekki að fullu komin fram í vöruverðinu.

Að mati deildarinnar bendir flest til þess að verðbólgan haldi áfram að minnka og verði komin undir 10% í sumar.(visir.is)

Þetta stefnir í rétta átt en hefði þurft að vera meiri lækkun.Mikil spurning er hvort neyslukarfan sem miðað er við er ekki orðin kolröng,þar eð neyslussamsetningin hefur breyst mikið frá því hún var ákveðin.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband