Framsókn meiri stjórnarandstæðingur en íhaldið!

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á alþingi í gær. Síðan voru umræður um stefnuræðuna.Það sem vakti athygli mína var ræða Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins. Hann talaði ekkert um stefnuræðu forsætisráðherra heldur notaði tímann í skítkast í garð Samfylkingar og forsætisráðherra.Hann hefur ekki jafnað sig enn eftir að minnihlutastjórnin hafnaði tillögu hans um 20% flata  niðurfærslu á öllum veðskuldum. Sigmundur var svo illskeyttur í garð Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni,að hann var mikið meiri stjórnarandstæðingur en Bjarni Benediktsson. Ég held,að það sé ekkert að stóla á hann eða flokk hans varðandi afgreiðslu á tillögunni um aðildarviðræður við ESB enda þótt Framsókn hafi marglýst því yfir,að hún vilji aðildarviðræður.

 

Björgvin Guðmundssson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Björgvin, þessi Sigmundur Davíð er fullur af heiftarlegri illsku út í Samfylkinguna. Hann var mjög ómálefnalegur í ræðu sinni, en það er hann reyndar alltaf hann er "selfcentered besserwisser"  Ræðurnar í gær voru margar mjög góðar, og flest allar málefnalegar.  En Sigmundur Davíð !!  Nei takk.

Svanhildur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:43

2 identicon

Ég bloggaði um þetta málefni í dag, það virðist ekki hafa birtst enn þá. En það mjög samhljóma blogginu hennar Sigurbjargar. Sigmundur Davíð .. nei takk.  Sumir sögðu góðar stundir í lokin , Steingrímur  bauð okkur að hafa það gott í sumrinu og góða veðrinu, en svo voru aðrir sem kvöddu okkur ekki með einu orði.

Svanhildur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband