Á að hætta við tónlistarhúsið?

Margir eru steinhissa á því,að þjóðin sé að byggja  tónlistar-og ráðstefnuhús  á sama tíma og þjóðin gengur í gegnum kreppu og mestu efnahagslægð siðan í heimskreppunni miklu.Nú er áætlað,að tónlistarhúsiðhúsið muni kosta 25,2 milljarða en það er 13,3 millj. meira en upphaflega var ´áætlað,eftir að búið er að taka tillit til vísitöluhækkana og vaxta. Þegar er búið að leggja 1o milljarða í húsið.

Einkaaðilar,sem höfðu tekið að sér að byggja húsið hafa gefist upp og húsið er komið á ríki og borg. Mér finnst það fráleitt,að þessir aðilar leggi 13 milljarða á húsið á sama tíma og engir peningar eru til hjá þessum opinberu aðilum og leggja verður skatta á landslýð oig skera niður brýna útgjaldaliði til þ.ess að loka stóru fjárlagagati.Eðlilegast væri að fresta byggingarframkvæmdum á meðan versta kreppan gengur yfir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ansi er ég hræddur um að eigendur ýmissa smáfyrirtækja, starfsmenn þeirra og fjölskyldur sé því fegnar að haldið verður áfram þessari byggingu.  Þar á ég við verktaka, fjölda undirverktaka og birgja.  Nokkur hundruð störfum var bjargað með þessari ákvörðun, mörg höfðu tapast, en unnust til baka, og enn önnur urðu til.  Bak við hvern starfsmann eru 2-3  manneskjur o.s.frv. 

Að slá allar frankvæmdir útaf borðinu er leið hægrimanna til að dýpkar kreppuna, gera hana erfiðari og draga hana á langinn.  Til að vinna bug á kreppunni hér og annarsstaðar þarf að auka framkvæmdir og fjárfestingar, ekki að skera niður!

Auðun Gíslason, 19.5.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband