Þriðjudagur, 19. maí 2009
Jóhanna telur aðildarumsókn færa okkur í átt til stöðugleika
Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann, segir forsætisráðherra.
Þingflokkarnir munu nú ræða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarflokkanna um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Jóhanna vonast til þess að Alþingi muni svo fjalla um tillöguna öðru hvoru megin við næstu helgi.
Síðan fer hún til afgreiðslu í sérstakri Evrópunefnd, væntanlega, og fer svo til umsagnar ýmissa aðila áður en hún fer til atkvæðagreiðslu á þinginu, segir Jóhanna og bætir við að það sé stefnt að því afgreiða tillöguna á þessu þingi.
Hún ætti að vera send héðan í júlímánuði og tekin fyrir væntanlega fljótlega hjá Evrópusambandinu og á fundi þeirra í desember nk.(mbl.is)
Forsætisráðherra er bjartsýnn á ,að meirihluti sé á alþingi fyrir aðildarumsókn. Ég tel hins vegar,að þetta geti verið mjög mjótt á munum. 20 þingmenn Samfylkingar mun greiða atkvæði með og sennilega 4 þingmenn Borgarahreyfingarinnar. Steingrímur J.segist greiða atkvæði með en ekki er vitað hvaða þingmenn VG aðirir styðja tillöguna.5 eru ákveðnir á móti .Ef allir hinir mundi styðja tillöguna væri hún örugg,þar eð þá hefði hún 33 atkvæði með.En tæplega er unnt að reikna með að allir 9 þingmenn VG,sem ekki eru yfirlýstir andstæðingar,greiði atkvæði með. Sjálfsagt munu 2-3 þingmenn Framsóknar greiða atkvæði með tillögunni en flestir þeirra munu sjálfsagt sitja hjá. Í öllu falli verður þetta mjótt á munum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.