Fáum við nú aðgang að skattaskjólunum?

Fjölmiðlar hafa skýrt frá því,að Norðurlönd hafi gert samning við bresku jómfrúreyjar um aðgang að skattaskjólum þar,þannig að unnt sé að fá upplýsingar um fyrirtæki sem skráð eru þar og hafa hugsanlega skotið fjármunum undan skatti.Þetta eru góð tíðindi en að vísu tekur einhvern tíma að koma þessari nýju ákvörðun í gildi.Mikið af íslenskum fyrirtækjum eru skráð í skattaskjólum á Jómfrúreyjum og víðar.Telja má víst,að þau hafi verið að koma fjármunum undan sköttum og einnig að fela fjármuni sem Ísland þarf að fá heim.Nýlega var upplýst,að Björgólfur Guðmundsson væri eignalaus.Og hið sama kom fram varðandi Hannes Smárason. En hvað eiga þessir menn mijkla fjármuni í skattaskjólunum?

Almenningi finnst furðulítið ganga að upplýsa um þessi mál.Í rauniinni gengur ekki neitt og  rannsóknarnefndir starfa á hraða snigilsins.Sérstakur saksóknari fer sér hægt og ekkert heyrist um Evu Joly.Loksins þegar þessir aðilar fara að hreyfa sig verður búið að eyða öllum gögnum,sem skipta máli

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband