Miðvikudagur, 20. maí 2009
Þjóðin taki til sín kvótann sem fyrst
Grátkór útgerðarinnar kyrjar nú hástöfum,að ekki megi innkalla kvótann. Það er rekinn mikill áróður gegn því stefnumáli ríkisstjórnarinnar að kvótinn verði innkalllaður á 20 árum,5% ´ári. Ekki kemur til greina að gefa eftir í þessu máli.Það er kominn tími til að komið verði á réttlæti í þessu máli.Of olengi hefur það viðgengist,að tiltölulega fáir aðilar hafi getað braskað með þessa sameiginlegu auðlind landsmanna. Það þarf að endurúthluta og láta hinar dreifðu sjávarbyggðir fá réttláta hlutdeild í kvótanum og nýliðar þurfa að fá aðgang að greininni.
Útgerðarmenn segja,að útgerðin fari á hausinn ef kvótinn verði innkallaður um 5% á ári.Þetta er hræðsluáróður,þetta eru falsrök. Í rauninni eru mörg útgerðarfyrirtæki þegar komin á hausinn vegna skuldsetningar af völdum kvótakerfisins.Við innköllun kvótanna tel ég koma til grein,að liðka fyrir útgerðinni greiðslur af þeim mörg hundruð milljónum sem útgerðin skuldar í ríkisbönkunum. En þjóðin mun taka kvótann í eigin hendur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.