Það vantar nýtt úrræði fyrir skuldug heimili

 

Ríkisstjórnin hefur komið í framkvæmd mörgum úrræðum fyrir skuldug heimili og fyrirtæki,sem ráða illa við afborganir af lánum.Nú síðast kom til framkvæmda greiðsluaðlögun vegna veðskulda einstaklinga. (15.mai.sl.) En þó vantar enn eitt úrræði fyrir skuldug heimili. Það vantar úrræði fyrir heimili,sem ráða illa eða ekki við greiðslur afborgana af lánum en hafa með þrautseigju haldið lánum  sínum í skilum.´Greiðsluaðlögun,sem tók gildi 15.mai sl. gerir ráð fyrir,að menn séu komnir eða  að komast í þrot og þá eigi þeir að snúa sér til héraðsdóms,sem úrskurðar málinu.Margir eru neikvæðir gagnvart þessu úrræði og vilja ekki fara fyrir héraðsdóm. Það þarf nýtt úrræði,sem  gerir ráð fyrir niðurfellingu hluta skulda, ef skuldari getur sýnt fram á,að hann hafi ekki nægar tekjur til þess að standa undir afborgunum.Það á ekki að bíða eftir að menn komist í þrot,það á ekki að hrekja menn í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband