Komið með peningana heim! Annars verða innistæður ykkar frystar

Komið með peningana  heim,sem eru í skattaskjólum  erlendis ,annars verða innistæður ykkar frystar! Þetta sagði  kanslari  Þýskalands við þá Þjóðverja,sem höfðu komið fjármunum undan og komið þeim fyrir á bankareikningum erlendis m.a. í skattaskjólum.  Og það merkilega gerðist,að þetta virkaði.Fjöldinn allur kom með peningana heim til Þýskalands.Menn vildu ekki taka áhættuna af því að innistæðurnar yrðu frystar.

Ríkisstjórn Íslands ætti að taka kanslara Þýskalands sér til fyrirmyndar. Stjórnin ætti að tilkynna þeim Íslendingum sem komið hafa fjármunum undan á reikninga erlendis og m.a. í skattaskjól að þessir aðilar verði að koma með fjármuni sína heim,ella verði innistæður þeirra frystar. Það kann að vera að í Þýskalandi hafi verið ríkari lagaheimildir en hér fyrir hendi til þess að grípa til ráðstafana eins og kanslari Þýskalands gerði.Ef svo er þarf að samþykkja á alþingi þær lagaheimildir sem vantar. Það verður að ná fjármununum heim.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband