Kaupmáttur launa herfur minnkað um 6,7% sl. 12 mánuði

Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 6,7% á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Launavísitala í apríl 2009 er 355,4 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,4%.

Vísitala kaupmáttar launa í apríl er 108,5 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,7%.(vísir.is)

Þetta er mikil kjaraskerðing og eðlilegt að í slíku árferði vilji verlalýðshreyfingin ekki gefa eftir umsamda launahækkun ,sem hún á rétt á nú. Lífsbaráttan er hörð í því ástandi sem nú ríkir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband