Föstudagur, 22. maí 2009
Hörð átök framundan á vinnumarkaði?
Hætta er nú á því að til harðra átaka komi á vinnumarkaðnum vegna neikvæðrar afstöðu vinnuveitenda.Verkalýðshreyfingin sýndi þá lipurð í vetur að fallast á frestun umsaminna launahækkana til 1.júlí. En nú vilja vinnuveitendur ekki greiða launhækkunina að fullu heldur skera hana niður og greiða hana að hluta til. Þetta geta launþegar ekki fallist á og segja,að þetta þýði í raun að taka verði samningana upp frá grunni og byrja á upphafreit.Vonandi leysist þessi deila með tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.En það eru takmörk fyrir því hvað verkalýðshreyfingin getur gefið eftir. Launafólk er hart keyrt og verður að mæta stófelldum verðhækkunum á matvælum á degi hverjum.Þess vegna krefst launafólk umsaminna launahækkana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.