Er Ísland tilraunaverkefni hjá IMF?

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var gestur Sigurðar G.Tómasson á Útvarpi Sögu í morgun.Þeir ræddu gjaldeyrismál og efnahagsmál og samstarf Íslands við alþjóðgjaldeyrissjóðinn (IMF) Fram kom ,að  IMF hefur farið nokkuð aðrar leiðir hér en í öðrum löndum.T.d. eru stýrivextir hér þeir hæstu á Vesturlöndum og hafðir háir hér á meðan þeir eru mjög lágir í ýmsum nágrannalöndum okkar,alveg niður í 2-3%.Þegar Ísland sótti um lán hjá IMF var hugsunin sú,að það yrði notað til þess að styðja við gjaldeyriskerfið á Íslandi á meðan komið væri á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum.En síðan var ákveðið að fresta þeim aðgerðum og hafa í staðinn gjaldeyrishöft.Það er önnur leið en farin hefur verið í nokkru öðru landi í Evrópu. Við höfum  því ekki þurft að nota neitt af gjaldeyrisláni IMF. Það liggur á reikningi í banka í New York. Við fáum vexti af þeim fjármunum en að vísu mikið lægri vexti en við þurfum að greiða til IMF af láninu frá þeim.

Hvers vegna fer IMF allt aðrar leiðir hér en annars staðar? Er Ísland einhvers konar tilraunaverkefni hjá sjóðnum? Það mætti ætla það. H inir háu stýrivextir hér eru löngu hættir að hafa áhrif í þá átt að  styrkja gengi krónunnar. Þeir vinna ekki lengur gegn verðbólgu.Það er fremur að þeir auki verðbólgu. Þess vegna þarf strax að lækka vextina mjög mikið með eða án samþykkis IMF. M ikil vaxtalækkun mundi hjálpa fyrirtækjunum og almenningi í landinu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband