Sigmundur Davíð styður aðildarviðræður,ef.............

Við erum fylgjandi aðildarumsókn ef hún samræmist samþykkt flokksþingsins," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segist telja að það sé nokkuð góð samstaða um þessa afstöðu í þingflokknum.

Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum þingmanni Framsóknarflokksins, á fréttavefnum Pressunni í gær að þingmenn Framsóknarflokksins myndu ekki styðja þingsályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún uppfylli ekki skilyrði flokksins.

Sigmundur Davíð segir að í samþykkt flokksþingsins sé gerður sá fyrirvari við inngöngu að staðinn verði vörður um hagsmuni Íslendinga í sjávarútvegi og landbúnaði. Það sé mikil samstaða í flokknum um þessa samþykkt og hann telji að þingmenn flokksins séu sammála um hana.

Sigmundur vekur athygli á því að hann hafi ekki séð þá tillögu sem verði lögð fram á Alþingi. Hann hafi einungis séð það sem var birt í fjölmiðlum á sínum tíma. „Svo skilst mér að það sé búið að gera einhverjar breytingar síðan þá. Og ég sá ég nú ekki betur en að Jóhanna hefði verið að tala um að þetta hefði verið kynnt formönnum stjórnarandstöðunnar, en ég hef allavega ekki séð neitt," segir Sigmundur Davíð.

Aðspurður segist hann hlakka mikið til að sjá hvernig tillagan mun líta út. „Já já, ég er orðinn mjög spenntur," segir Sigmundur Davíð. (mbl.is)

Miðað við ræðu forsætisráðherra á alþingi um skilyrði Íslands fyrir aðild ættu skilyrði Framsóknar vel að vera uppfyllt en Jóhanna gat bæði um sjávarútveg og landbúnað.En þetta er líka spurning um vilja. Hefur Framsókn raunverulegan áhuga á að styðja aðildarviðræður eða vill hún torvelda framgang málsins. Það kemur í ljós.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband