Kennarasamsbandið hættir viðræður um samstöðu ef 5% launalækkun er haldið til streitu

Kennarasamband Íslands ætlar að hætta þátttöku í sameiginlegum viðræðum samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda ef Samband ísl. sveitarfélaga hverfur ekki frá hugmyndum um 5% skerðingu launa. Fulltrúar KÍ lögðu fram yfirlýsingu í upphafi fundar í Karphúsinu kl. 13.

Yfirlýsing Kennarasambands Íslands er svohljóðandi:

„Vegna áframhaldandi vinnu við sameiginlegt borð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vill Kennarasambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri.

Í ljósi tilrauna Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fá Alþingi til að gera breytingar á grunnskólalögum í þeim tilgangi að skerða laun um 5% er sjálfgefið að KÍ getur ekki á sama tíma setið við sameiginlegt samningaborð með það að markmiði að leita sameiginlegra lausna. Áðurnefnd breyting á lögum er inngrip í kjarasamning en ákvæði laga og kjarasamnings eru samhljóða.

Áðurnefnd breyting á lögum hefði eftirfarandi í för með sér auk skerðingar á launum:

Dögum sem foreldrar þurfa að greiða fyrir gæslu yngri nemenda fjölgar um 10 á ári sem þýðir auknar álögur á foreldra til viðbótar við þá kjaraskerðingu sem þegar er orðin.Árlegum kennslustundum í unglingadeildum fækkar um nálægt 75.

Ef þessi skerðing á kennslu kæmi til framkvæmda stríddi það gegn niðurstöðu félagsdóms í máli 4/2009 frá 12 maí sl.

Kennarasamband Íslands mun taka afstöðu til áframhalds í sameiginlegri vinnu fyrir 29. maí og mun afstaðan fyrst og fremst taka mið af framvindu þessa máls.

Verði gerð breyting á lögum í þessa veru eftir að aðilar hafa náð saman við sameiginlegt borð telur KÍ sig óbundið af slíku samkomulagi.“(mbl.is)

Afstaða Kennarasambandsins er eðlileg.Það er ekki unnt að taka eina stétt út úr og ætla að knýja fram launalækkun hjá  henni.Það verður eitt yfir alla að ganga.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband