Sunnudagur, 24. maí 2009
Fjölmiðlar svífast einskis í æsiblaðamennsku (Sjálfstætt fólk)
Um helgina voru miklar uppsláttarauglýsingar á Stöð 2 um þátt í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2.Birtar voru stórar myndir af konu hvað eftir annað eins og verið væri að auglýsa "glamour" kvikmynd.Sagt var að konan ætlaði að segja frá áreiti sr. Ólafs Skúlasonar og konan krafðist afsökunarbeiðni frá kirkjunni.Mér finnst þetta hið furðulegasta mál.Það var búið að fjalla um hugsanlegt kynferðislegt áreiti umrædds prests í fjölmiðlum í langan tíma,sennilega 1-2 ár og hefðu flestir talið að það væri nóg.Hvers vegna er verið að ýfa þetta mál upp á ný,þegar umræddur prestur er látinn.Konan vill fá afsökunarbeiðni.Það er erfitt að fá afsökun frá látnum manni.Mér sýnist,að Sjálfstætt fólk sé hér að ganga of langt í því að ná athygli almennings og áhorfi. Eru engin takmörk fyrir því hvað fjölmiðlar ganga langt í æsiblaðamennsku? Eru engar siðareglur. Er allt leyfilegt í blaðamennsku nú til dags til þess eins að fá athygli og áhorf?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Athugasemdir
Og þessu er ég hjartanlega sammála Björgvin.
Árni Gunnarsson, 24.5.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.