Sunnudagur, 24. maí 2009
Sérstakur saksóknari stendur sig
Það er búið að gagnrýna sérstakan saksóknara mikið fyrir seinagang í störfum.En nú hefur hann heldur betur rekið af sér slyðruorðið og látið hendur standa fram úr ermum.Hann hefur látið gera 10-12 húsleitir vegna gruns um markaðsmisnotkun og auðgunarbrot.Hér er um að ræða mál sem tengjast gamla Kaupþingi.Það er langt síðan fjölmiðlar sögðu frá mjög sérkennilegum "kaupum" erlends aðila á hlutabréfum í Kaupþingi. Bent var á,að umræddur aðilli hefði í raun ekki borgað neitt fyrir hlutabréfin.Hann hefði fengið lánað fyrir þeim í Kaupþingi fyrir milligöngu annarra aðila!Leikmenn sáu strax að hér var maðkur í mysunni og töldu líklegt að um lögbrot væri að ræða. En sérstakur saksóknari hefur viljað kanna málið vel áður en hann léti til skarar skríða.
Ekki er nokkur vafi á því að svipuð mál finnist í hinum bönkunum. Eigendur og stjórnendur bankanna virðast hafa verið uppteknir við það strax frá einkavæðingu bankanna að finna leiðir til þess að braska og hækka verð hlutabréfa bankanna með öllum tiltækum ráðum. Græðgisvæðingin réði för og menn svifust einskis til þess að auka gróða sinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.