Vill senda fulltrúa IMF heim!

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar  var gestur þáttarins Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Hann kom víða við,gagnrýndi m.a. verklag á alþingi og sagði,að engu væri líkara en stór hluti þingmanna væri veruleikafirrtur og gerði sér ekki grein fyrir því,að hér hefði orðið efnahagshrun.En mesta athygki mína vöktu ummæli hans um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) Þór sagði,að sennilega væri vbest að senda IMF heim.Hann sagði,að við gætum ekki staðið undir þeim kröfum,sem IMF gerði til okkar.Við gætum t.d. ekki minnkað fjárlagahallann um 170 milljarða á 3 árum.Ísland gæti ekki greitt skuldir sínar og yrði ef til vill,að tilkynna umheiminn það,að Ísland gæti ekki borgað allar sínar skuldir,aðeins hluta þeirral.IMF væri með hörku sinni að keyra allt á kaf hér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Mér finnst þetta svolítið sérstakt með þetta IMF lán sem við urðum hreinlega að fá. Þetta var sett þannig upp á sínum tíma að ef við fengjum ekki þetta lán að þá færi allt hér í kaldakol og allt yrði matarlaust og eldsneytislaust og ég veit ekki hvað.

Þannig að OKEY.. við tókum þetta lán ... en það liggur óhreyft inni á bankabók í U.S.A og við þurfum að borga 5 milljónir á dag í vexti.

Mér finnst þetta hálf einkennilegir viðskiptahættir ... ég verð nú bara að segja það. :P

ThoR-E, 24.5.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband