Landsbankinn leysir til sín hlut Finns Ingólfssonar í Icelandair

Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín tæplega 24% hlut Langflugs hf. í Icelandair Group. Skilanefndin leysir til sín hlutinn á genginu 4,5, sem er sama gengi og Íslandsbanki notaði er bankinn leysti til sín 42% hlut í Icelandair.

Langflug hf. er að stórum hluta í eigu Finns Ingólfssonar. Gift átti þriðjung í félaginu á móti Finni. Flestir áttu von á að þessi hlutur yrði leystur inn af skilanefnd Landsbankans.

Í tilkynningu um málið segir að hluturinn sem var innleystur hafi verið trygging gegn lánum vegna hlutabréfa í Icelandair Group.

Aðgerðin hefur engin áhrif á daglegan rekstur Icelandair Group.

Með þessari aðgerð er eignarhlutur ríkisins í Icelandair kominn í yfir 70%.(visir.is)

Búist var við þessari aðgerð.Svo virðist,sem "auðmennirnir" hafi allir tekið stór lán í bönkunum og keypt hlutabréf fyrir.Almenningur átti ekki kost á slíkum milljarðalánum.Við bankahrunið sl. haust urðu "auðmennirnir" fyrir miklu fjárhagslegu tapi og þeir geta nú ekki greitt af milljarðalánum sínum.Spilaborgin er hrunin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband