Þingmenn missa aðstoðarmenn

Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna munu ekki hafa aðstoðarmenn á næstunni, samkvæmt ákvörðun sem forsætisnefnd Alþingis tók í morgun. Það var Ásta Raghneiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem lagði tillögu fyrir forsætisnefnd um að afnema tímabundið aðstoðarmannakerfið.

Hún segir í samtali við fréttastofu að óvíst sé hvenær aðstoðarmannakerfið verði tekið upp að nýju. Til standi að meta árangurinn af því.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna munu áfram hafa aðstoðarmenn en Ásta Ragnheiður segir að ekki hafi komið til tals að leggja af stöður þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauðsynlegur sparnaður tel ég.  Er það virkilega fullt starf að vera "aðstoðarmaður", spyr sá sem ekki veit.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband