Mánudagur, 25. maí 2009
Jóhanna:IMF ræður ekki ferðinni
Við erum ekki að takast á við halla ríkissjóðs til að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða erlendum lánadrottnum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í munnlegri skýrslu sinni um efnahagshorfur á Alþingi.
Jóhanna lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar væri unnin í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væru það stjórnvöld og Seðlabankinn sem réðu för.
Hart var deilt á orð Franek Rozwadowski, fastafulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þegar að hann lýsti efasemdum, á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja, um að skilyrði yrðu fyrir verulegri stýrivaxtalækkun í júní, þvert á þau fyrirheit sem Seðlabankinn hefur gefið.
Þá sagði Jóhanna að nauðsynlegt væri að skera niður í ríkisútgjöldum og gera breytingar á skattkerfinu. Hún sagði hins vegar ekkert um það með hvaða hætti það yrði gert. (visi.is)
Umræðurnar um ræðu Jóhönnu voru snarpar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega m.a. fyrir seinagang.Hann sagði,að ekkert nýtt hefði komið fram í ræði Jóhönnu,engar lausnir og engar tillögur um niðurskurð.Sigmundur Davíð tók í sama streng.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.