Mánudagur, 25. maí 2009
Tillaga um að sækja um aðild að ESB lögð fram á alþingi í dag
Lögð var fram svofelld stjórnartillaga á alþingi í dag:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
Í greinargerð með tillögunni segir,að víðtækt samráð verði haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar svo sem um sjávarútvegs'landbúnaðar-og byggðamál,á sviði almannaþjónustu,umhverfis-og jafnréttismál og gjaldmiðilsmál.Fagleg viðræðunefnd verður skipuð af ríkisstjórn Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.