Vilja fækka háskólum hér í tvo

Hagkvæmast væri að aðeins tveir háskólar starfi hér á landi í framtíðinni. Þetta er niðurstaða nefndar erlendra sérfræðinga sem skoðað hefur menntakerfið hér á landi.

Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var skipuð nefnd erlendra sérfræðinga til að fara yfir og reyna að meta hvernig best væri að skipuleggja menntun hér á landi í framtíðinni. Nefndin skilaði niðurstöðum í gær. Nefndarmenn leggja áherslu á að ekki verði skorið niður í menntakerfinu. Mesta möguleika á hagræðingu virðast þeir sjá á háskólastiginu. Í dag eru sjö háskólar starfræktir hér á landi en nefndin vill fækka þeim niður í tvo. Annarsvegar yrði það einkaháskóli þar sem Háskólanum í Reykjavík, Bifröst og Listaháskólanum yrði steypt saman. Hinsvegar yrði það ríkisskóli, byggður upp í kring um Háskóla Íslands. Þar inni yrðu allir núverandi ríkisháskólarnir. Með þessu næðist fram hagræðing, meðal annars hvað varðar yfirstjórn. Þetta þýðir ekki að skólar á landsbyggðinni yrðu lagðir niður. Þvert á móti er lögð áhersla á að útibú á landsbyggðinni verði starfrækt áfram.(ruv.is)

Sjálfsagt væri til bóta og fjárhagslega hagkvæmt að fækka háskólum eitthvað hér á landi.En ef til vill er of rótækt að fækka þeim úr 7 í 2. Hér mætti fara milliveg,.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband