Þriðjudagur, 26. maí 2009
Nýr seðlabankastjóri skipaður í júní?
Það styttist í að skipaður verði nýr bankastjóri við Seðlabanka Íslands. Nefnd sem metur hæfi umsækjenda mun skila af sér þann 5. júní.
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segist ekki hafa upplýsingar um það hvenær skipað verði í stöðuna. Umsækjendur um stöðuna muni fá tækifæri á að tjá sig um þær umsagnir sem hæfisnefnd mun gefa um þá og það muni taka einhvern tíma. Þá muni forsætisráðherra þurfa einhvern tíma í að taka ákvörðun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.