Miðvikudagur, 27. maí 2009
Einkavæðing bankanna á stærstu sökina á bankahruninu
Tvær bækur hafa komið út nýlega um bankahrunið og er reynt í þeim báðum að varpa ljósi á það hvað fór úrskeiðis.Önnur bókin er Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarason hagfræðing og hin er Ný framtíðarsýn eftir Þorkel Sigurlaugsson,framkvæmdastjóra þróunar-og fjármálasviðs Háskólans í Rvk.Höfundar beggja bókanna eru sammála um að einkavæðing bankanna eigi stóran þáttb í hruni bankanna.Þetta kemur mjög vel fram í bók Ólafs Arnarsonar og þetta kom einnig vel fram í viðtali við Þorkel Sigurlaugsson í Kastljósi RUV í gærkveldi. Þeir telja báðir,að mikil mistök hafi verið gerð við einkavæðingu bankanna með því að hafa ekki dreifða eignaraðild að bönkunum en velja í stað þess fáa fjárfesta,sem höfðu litla þekkingu á bankarekstri.
Ég er sammála þessum mönnum báðum.Einkavæðing bankanna voru mistök.Það var staðið rangt að einkavæðingunni.Vinum flokksforingjanna voru afhentir bankarnir á útsöluverði.Þeir eyðilögðu bankana á örfáum árum.Ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir hefði ekkert bankahrun orðið hér.Ábyrgð flokksforingjanna,sem stóðu að einkavæðingunni,er mikil Ábyrgð þeirra,sem keyptu bankana og ráku þá er mikil.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.