Miðvikudagur, 27. maí 2009
85 fyrirtæki gjaldþrota í apríl
Í apríl 2009 voru 85 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í apríl 2008, sem jafngildir rúmlega 63% aukningu á milli ára. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot eða 27 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 18 í heild- og smásöluverslun.
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 346 en fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 voru 227 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 52% aukningu milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.(mbl.is)
Þetta er hörmuleg þróun en sýnir í hnotskurn hvernig ástandið er eftir að bankakerfið allt hrundi og kreppa hélt innreið sína hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.