Miðvikudagur, 27. maí 2009
Innviðir íslensks samfélags eru sterkir
Það er mikið rætt um alvarlegt ástand hér á landi í dag vegna kreppunnar. En minna er rætt um jákvæðar hliðar íslensks samfélags í kreppu.
Þrátt fyrir allt eru innviðir samfélagsins sterkir og ef vel tekst til ættum við að vera fljót að vinna okkur út úr kreppunni.Lífeyrissjóðakerfið okkar er mjög sterkt og eitt hið besta í heimi.Þeir,sem komnir eru á eftirlaunaaldur, fá yfirleitt góðar greiðslur úr lífeyrissjóðunum.Það fer að sjálfsögðu eftir því hvað greitt hefur verið í sjóðina.Nokkrir lífeyrissjóðir hafa orðið að skerða greiðslur til sjóðfélaga vegna áfalla,sem sjóðirnir urðu fyrir í bankahruninu en flestir hafa getað komist hjá því. Atvinnuleysistryggingasjóður stóð sterkur þegar áfallið dundi yfir.Sjóðurinn hefur greitt um 2 milljarða til atvinnulausra í hverjum mánuði undanfarið.Fyrstu 3 mánuði,sem menn eru atvinnuklausir fá þeir ákveðið hlutfall fyrri atvinnutekna greitt en að þeim tíma liðnum fá menn 150 þús. kr. á mánuði.Það er ekki há upphæð en skiptir þó miklu máli. Atvinnuleysistryggingasjóður verður tómur í nóv. n.k. og þá mun ríkissjóður hjálpa upp á sakir.En við megum vissulega þakka fyrir hið góða kerfi lífeyrissjóða og atvinnuleysistrygginga hér á landi. I heimskreppunni miklu 1929,sem fljótlega barst hingað voru engar atvinnuleysistryggingar,enginn lífeyrissjóður.
Ýmsir möguleikar eru fyrir Íslendinga til þess að rétta úr kútnum. Miklir möguleikar eru í ferðmannaiðnaði og góðar fréttir um bókanir innanlands fyrir sumarið.Auka má verðmæti sjávarafurða með meiri fullvinnslu og persónulega tel ég að auka mætti kvótann og veiða meira.Það mundi hjálpa okkur mikið.Miklir möguleikar eru í nýtingu jarðvarma og vatnsorku. Við þurfum að nota all möguleika,nýta sem best orkuna og byggja starfsemi sem nýtir hana,bæði áliðnað og ýmis konar annan iðnað. Við þurfum að nota alla möguleika.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.