Miðvikudagur, 27. maí 2009
17 milljarða séreignalífeyrissparnaður greiddur út
Alls höfðu 27. 529 einstaklingar sótt um útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar 25. maí sl. frá því heimild var veitt til að taka úr séreignasparnaðinn. Útgreiðslurnar nema samtals rúmlega 17 milljörðum kr. að því er fram kom í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag.
Steingrímur greindi frá þessu í svari við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og sagði að ætla megi að tekjur ríkissjóðs muni aukast vegna þessa um 4,1 milljarða króna. Að stærstum hluta munu þessar tekjur skila sér til ríkissjóðs á þessu ári. Sveitarfélögin fái einnig umtalsverðan tekjuauka í formi útsvars sem gæti numið um tveimur milljörðum króna. Alls ættu því ríkið og sveitarfélalögin að fá auknar skatttekjur upp á rúma sex milljarða vegna útborgunar séreignalífeyrissparnaðar.
Steingrímur sagði að ákveðið hefði verið að ráðstafa stærstum hluta tekna ríkisins vegna útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar til að hækka vaxtabætur. Sagði hann að áætlað hafi verið að sú hækkun vaxtabóta yrði rúmlega tveir milljarðar. Það væri þó háð þeirri óvissu að álagning lægi ekki fyrir fyrr en í sumar. Nú benti hins vegar flest til þess að útgjaldaauki ríkissjóðs vegna hækkunar vaxtabóta verði frekar meiri en minni. Líklegt er að eitthvað hærri fjárhæð gangi til útgreiðslu vaxtabóta síðsumars, og er það auðvitað vel, sagði Steingrímur.
Fram kom í máli fjármálaráðherra að tekist hafi vel til við útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar frá því þær hófust og fá vandkvæði komið í ljós við framkvæmdina.(mbl.is)
Ljóst er,að eftirspurn er mikil eftir að fá að taka út séreignalífeyrissparnað. Þ ó er eftirspurnin minni en áætlað hafði verið.Með tilliti til þess kom fram sú hugmynd í umræðunum að reglurnar yrðu rýmkaðar svo unnt væri að greiða meira út.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.