Fimmtudagur, 28. maí 2009
Stjórnarandstaðan reynir að hindra aðildarumsókn!
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætla að leggja fram sameiginlega þingsályktunartillögu á þingfundi í dag um meðferð aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun mæla fyrir tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn á þingfundi sem hefst klukkan 10. Formönnum stjórnarandstöðuflokkanna tveggja þykir tillaga stjórnarflokkanna rýr í roðinu og því leggja þeir fram þessa tillögu. Töluverður munur er á tillögunum tveimur og vilja stjórnarandstöðuflokkarnir skilgreina helstu hagsmuni Íslands betur. Samkvæmt þeirri tillögu þá er utanríkismálanefnd Alþingis falið að undirbúa mögulega aðildarumsókn og ljúka því verki eigi síðar en 31. ágúst. Það myndi þýða að vorþing tæki ekki ákvörðun um aðildarumsókn að ESB. Að mati flutningsmanna stjórnarandstöðutillögunnar vantar mikið uppá að lagður hafi verið fullnægjandi grundvöllur að aðildarumsókn á þessu stigi.(ruv..is)
Ljóst er,að með þessu útspili stjórnarandstöðunnar er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að hindra aðildarumsókn að ESB og hefur fengið Framsókn í lið með sér.Morgunblaðið segir á forsíðu,að stjórnarandstaðan reyni nú að fá einstaka þingmenn VG með sér.Samkvæmt því vakir það fyrir Sjálfstæðisflokknum að reka fleyg í stjórnarliðið í þeirri von,að það gæti hugsanlega fellt stjórnina.
Sigmundur Davíö formaður Framsóknar hefur verið til í tuskið.Hann er vondur út í Samfylkinguna vegna þess að hún vildi ekki samþykkja 20% niðurfærslutillögu hans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.