Fastgengisstefna ekki raunghæf nú

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að með núverandi gjaldeyrisforða Seðlabankans og lítið innstreymi gjaldeyris sé engin von til að halda genginu föstu. Það myndi enda með ósköpum, eins og í síðustu tilraun sem entist ekki daginn. Hins vegar finnst honum koma til greina að skoða þetta sem framtíðarlausn.

Meðal þeirra hugmynda sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa rætt í viðræðum um nýja þjóðarsátt, eða stöðugleikasáttamála, er að festa gengi krónunnar. Hefur verið miðað við að gengisvísitalan, sem nú er í um 227 stigum, fari niður í 160 til 170 stig, og evran gæti farið úr 177 krónum í um 125 krónur. (mbl.is)

Það er skaði,að ekki sé unnt að koma á fasgengisstefnu.Slík stefna hefði orðið heimilum og fyrirtækjum til góðs. Það eru aðilar vinnumarkaðar,sem settu fram hugmyndir um fastgengisstefnu.Hvað kemur í staðinn er ekki vitað.

Björgvin Guðmundssoin

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband