Fimmtudagur, 28. maí 2009
Hækkun leikskólagjalda er ranglát
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borgarstjórn hefur hækkað leikskólagjöld hjá þeim sem hafa börnin lengur en í 8 tíma á leikskóla á dag.Þetta er ranglát ráðstöfun og kemur niður á þeim,sem síst skyldi,þ.e. barnafjölskyldum. Það er mjög erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum í dag.Matvæli hafa stórhækkað í verði vegna falls krónunnar og það er einmitt unga fólkið með börnin sem er með há lán vegna íbúðarkaupa,annað hvort verðtryggð eða gengistryggð. Afborganir þerssara lána eru að sliga barnafólk.Nú bætist við þessi hækkun á leikskólagjöldum.Hækkunin lendir á þeim ,sem síst skyldi. Samfylkingin hefur lagst gegn þessari hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.