Ekki viðunandi að fresta aðildarumsókn í 2 mánuði

Árni Páll Árnason, þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar, segir óviðunandi að fresta umsókn um Evrópusambandsaðild um tvo mánuði eins og stjórnarandstæðingar hafa lagt til.

Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að utanríkismálanefnd þingsins verði falið að undirbúa mögulega umsókn um Evrópusambandsaðild og móta samningsmarkmið. Því verki skuli lokið fyrir ágústlok.
Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra og einum helsta talsmanni Samfylkingarinnar í Evrópumálum, líst vel á að utanríkismálanefnd vinni slíkt mat. Hann telur hins vegar ekki ásættanlegt að fresta ákvörðun enn einu sinni um að leggja inn umsókn. Miklu skipti að gera það núna. Ekki sé hægt að fresta málinu endalaust þó Sjálfstæðisflokknum líði illa yfir því.
Árni Páll segir að það sé ekki hægt að fresta málinu um tvo mánuði vegna þess að atvinnulífið þurfi á aðildarumsókn að halda og vegna þess að hún sé nauðsynleg forsenda endurreisnarinnar. Hann segir Íslendinga ekki hafa neina tryggingu fyrir því að komast inn í röðina ef þeir láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Svíar taka brátt við formennsku og þeir hafi tekið mjög vel í mögulega aðildarumsókn Íslands og séu tilbúnir að greiða henni leið. Það liggi líka fyrir að framkvæmdastjórar stækkunarmála og sjávarútvegs og þekkja vel til hagsmuna Íslands, ljúki störfum í lok ársins. Þetta séu menn sem hafi ítrekað sýnt íslenskum aðstæðum skilning og því sé fráleitt að tefla málum í tvísýnu að ástæðulausu með því að tefja framgang málsins. (ruv.is)
Árni Páll hefur mikið til síns máls þegar hann segir,að atvinnulífið þurfi á aðildarumsókn að halda fljótt.Hann telur,að það eitt að sækja um aðild að ESB muni hafa jákvæð áhrif á islenskt atvinnulíf.
Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband