Föstudagur, 29. maí 2009
FÍB andvígt hækkun bifreiðagjalds og bensíns
Félag íslenskra bifreiðaeigenda varar ríkisstjórnina við margþættum óæskilegum áhrifum af frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi sem felur meðal annars í sér 10% hækkun bifreiðagjalds. Félagið segir að sú aðferð stjórnvalda að leggjast í skattavíking gegn bifreiðaeign og bifreiðanotkun landsmanna þegar rétta þurfi hag ríkissjóðs sé ekki ný saga.
Frumvarpið fékk flýtimeðferð og verður væntanlega að lögum í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa gagnrýnt frumvarpið í umræðum í kvöld og hafa nokkrir þeirra hvatt Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er eindregið mótfallið því að lagðar verði meiri álögur á almenning með því að þyngja enn einu sinni" álögur á bíla og bílanotkun.
Bíllinn er það heimilistæki fjölskyldna í dreifbýlu landi sem þær geta einna síst verið án, að fram kemur í tilkynningu frá FÍB. Þar segir bíllinn geri fólki auðveldara að sækja vinnu og afla tekna.
Í því efnahags- og atvinnuástandi sem nú ríkir hlýtur það að teljast afar ámælisvert að vega með þessum hætti, enn einu sinni, að atvinnumöguleikum heimilanna."(visir..is)
Það er elilegt,að FÍB sé andvígt auknum álögum á bíleigendur.En fjárlagahallinn er það mikill,að það verður einhvers staðar að sækja auknar tekjur í ríkissjóð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.