Óanægja með hækkanir skatta á eldsneyti og áfengi

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að skattahækkanir stjórnvalda á eldsneyti, áfengi og tóbak rýri lífskjörin í landinu. Erfitt sé þó að gagnrýna aðgerðina. Með þessu geti ríkið haldið ákveðnum umsvifum.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir hækkanirnar áhyggjuefni. Hann sé ósáttur við breytingarnar. Verðbólga haldist svipuð áfram og lán hækki um 7-8 milljarða króna. Stjórnvöld telja að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent vegna þessa. Gylfi segist ekki vilja gera lítið úr vanda ríkissjóðs en hliðaráhrifin af hækkun óbeinna skatta séu skelfileg. Nýjustu mælingar sýni meiri verðbólgu en búist var við.  Ákvörðunin núna viðhaldi þessu ástandi og því gæti svo farið að  Seðlabankinn hiki við að lækka vexti. En vonandi horfi bankinn á að þarna sé verið að taka á afkomu ríkissjóðs. (visir.is)

Þessar skattahækkanir skila sér strax í ríkissjóðs en áhrifin á  húsnæðislán,sem Tryggva Þór Herbertssyni  þingmanni varð tíðrætt um munu dreifast á m jög langan tíma. Það er því ekki sambærilegt. Ríkisstjórn Geirs  H.Haarde greip til svipaðra ráðstafana rétt fyrir áramót og þá varð þess ekki vart ,að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þessa leið. Það er eins nú og áður,að enginn flokkur er óábyrgari í stjórnarandstöðu en Sjálfstæðisflokkurinn. það er slæmt að hækka skatta á eldsneyti og áfengi.En hvað vilja menn gera í staðinn.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki bent á neitt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband