Endurskoða á hryðjuverkalög reglulega

Samþykkt var á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Reykjavík , að aðildarríki ráðsins skuli reglulega endurskoða lög sín um baráttu gegn hryðjuverkum og hvernig þeim er beitt. Þannig verði komið í veg fyrir að þeim sé misbeitt í málefnum sem eru alls óskyld hryðjuverkum, svo sem til að hefta tjáningarfrelsi eða halda upplýsingum leyndum.

Á fundinum var sérstaklega fjallað um fjölmiðla og nýja miðla og hvernig þeir hefðu breyst með tilkomu, leitarvéla, samskiptavefja og netveita. Einnig var fjallað um áhrif nýrra miðla á tjáningarfrelsi og persónuvernd.

Í lokayfirlýsingu fundarins segja ráðherrarnir, að fram hafi komið áhyggjur af því, að hryðjuverkalög í tilteknum löndum sem takmarka tjáningarfrelsi og upplýsingastreymi séu of víðtæk og innihaldi ekki ákvæði sem komi í veg fyrir misnotkun þeirra. (mbl.is)

Rnda þótt ekki sé getið um hryðjuverkalög Breta gegn Íslendingum í þessari ályktun þá á þessi ályktun að sjáklfsögðu við þau eins og önnur.Bresku hryðjuverkalögin gegn Íslendingum verða þeim alltaf til ævarandi skammar.Mér vitanlega hafa Bretar enn ekki afnumið þau.Þessi lög hafa valdið Íslendingum ómældum skaða.Margir Íslendingar munu aldrei líta Breta sömu augum eftir setningu laganna eins og áður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband