Laugardagur, 30. maí 2009
Gott hjá Samfylkingu að upplýsa um styrkina
Það er gott framtak hjá Samfylkingunni að upplýsa um þá styrki,sem flokkurinn fékk 2006 áður en sett voru lög,sem takmörkuðu styrki til stjórnmálaflokka.Aðrir flokkar ættu að taka Samfylkinguna sér til fyrirmyndar í þessu efni.
Andstæðingar Samfylkingarinnar leggja þetta út á versta veg. Þannig skrifar Páll Vilhjálmsson,sérstakur hatursmaður Samfylkingar og jafnaðarmanna,að Samfylkingin hafi verið á spena Baugs 2006.Þetta er skrítin ályktun hjá Páli.Samfylkingin fékk 5 millj. frá Baugi 2006,5 millj. frá Dagbrún og 8 millj. frá Fl Groug. En á sama ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 25- 30 millj.kr. frá Fl Group.Ef Fl Group er talið hafa verið Baugs fyrirtæki á þessu ári er ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fremur verið á spena Baugs. Sannleikurinn er sá,að stóru fyrirtæki styrktu alla flokka og þess vegna þýðir ekkert fyrir hatursmenn Samfylkingar eins og Pál að búa til einhverja kenningu um að Baugur hafi fremur styrkt Samfylkingu en aðra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.