Sérstakur saksóknari handtekur grunaða

Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur þurft að handtaka menn sem grunaðir eru í rannsóknum tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna. Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál til rannsóknar.

„Við höfum mjög sparlega notað handtökuúrræðið, en við höfum þurft að nota það," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lögreglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi þeim verkfærum við rannsókn efnahagsbrotamála eins og annarra mála.

Spurður hvernig gangurinn sé í rann­sóknum embættisins segir Ólafur að nokkur mál séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær niðurstöður fáist.

Ólafur vildi  ekki upplýsa hvort embættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að um sýndargjörning hafi verið að ræða til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi.

Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna málins á starfsstöðvum og heimilum manna því tengdra erlendis. „En við höfum ekki sagt að við séum hættir að leita."- (mbl.is)

Tiltölulega lítið fréttist af störfum sérstaks saksóknara ef frá er talið fréttir af húsleitum,sem birtar voru fyrir skömmu.

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband