Rússar vilja komast sem fyrst í WTO

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands  í Brussel segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.

Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.

Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."

Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.

Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.

Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband