Ísland getur haft veruleg áhrif í ESB

Það er mikið talað um það,að þær þjóðir,sem gerast aðilar að ESB glati fullveldi sínu.Telja menn,að Svíar,Danir og Finnar,sem eru í ESB hafi glatað fullveldi sínu?Nei,þetta eru allt fullvalda ríki.Sannleikurinn er sá,að Ísland þurfti við aðild að EES að gangast undir  ákveðið yfirþjóðlegt vald ESB.En það breytist ekki mikið við aðild að ESB.Jafnvel má segja,að vald okkar aukist við það að komast að stjórnarborði ESB. .Í dag innleiðum við tilskipanir ESB sjálfvirkt án þess að hafa verið þátttendur í að ákveða þær endanlega við stjórnarborð ESB.Það breytist við aðild. Sumir hafa sagt,að við fengjum svo fáa þingmenn á þingi ESB,að það skipti litlu máli.En þingið skiptir ekki mestu máli. Völdin í ESB liggja að mestu annars staðar.Þau liggja hjá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu.Og þar fengjum við mikilvæga fulltrúa. En auk þess er það svo að lögð er áhersla   á það hjá ESB að afgreiða sem flest mál með samkomulagi.Það er ekki lögð áhersla á að neyta aflsmunar.Hvert aðildarríki reynir að leggja fram þekkingu og sérfræðikunnáttu á þeim sviðum,sem það er best heima í.Og´Ísland  mundi gera það eins og önnur aðildarríki,ef það gengur inn.Það hefur sýnt sig við undirbúning EES tilskipana,að Ísland hefur getað haft mikil áhrif þar sem það hefur lagt fram þekkingu sína.Ef Ísland gengur í Evrópusambandið getur það haft mikil áhrif ekki síður en stóru ríkin.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert ríki hefur fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Þótt að ríki tilnefni fulltrúa í framkvæmdastjórnina er þeim harðbannað að stunda nokkurskonar hagsmunagæslu fyrir sitt heimaland.

Að svo miklu leiti sem framkvæmdastjórar þurfa að svara fyrir störf sín þá er það gagnvart Evrópuþinginu.

Atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu yrði tæpt 1%.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband