Sunnudagur, 31. maí 2009
Dalai Lama kemur í kvöld til Íslands
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er væntanlegur hingað til lands í dag. Enginn íslenskur ráðherra hefur óskað eftir fundi með honum og Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki heldur að hitta hann. Forseti Alþingis og utanríkismálanefnd Alþingis ætla hins vegar að funda með honum í Alþingishúsinu.
Stjórnvöld í Kína hafa mótmælt fundi Lars Lökke Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, með Dalai Lama, í fyrradag. Ritzau-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi í alþjóðastjórnmálum að fundur þeirra geti orðið Dönum dýr. Kína sé mjög mikilvægur markaður fyrir danskt atvinnulíf og hann geti spillst. Frakkar hafi orðið að lofa bót og betran eftir að Sarcozy forseti hitti Dalai Lama í desember í fyrra. Staðan sé allt önnur nú en þegar Anders Fogh Rasmussen tók á móti Dalai lama árið 2003
(mbl.is)
Það er undarlegt,að enginn ráðherra skuli vilja hitta Daiai Lama.Er það af ótta við að styggja Kínverja? Maður gæti haldið það. Það er gott,að forseti alþingis skuli ætla að hitta andlegan leiðtoga Tíbeta.Dalai Lama er stórmerkur leiðtogi.Kínverjar gerðu innrás í Tíbet og hnepptu landsmenn í fjötra.Dalai Lama leiðtogi Tíbeta varð að flýja land. Kínverjar hafa framið mikil og margvísleg mannréttindabrot í Tíbet og drepið fjölda manns þar. Íslendingar geta ekki setið hjá þegar um mannréttindabrot er að ræða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.