Lána krónubréfaeigendur fyrir Búðarhálsvirkjun?

Landsvirkjun er að hefja skuldabréfaútboð, ætlað erlendum krónubréfaeigendum, til að koma framkvæmdum af stað við Búðarhálsvirkjun og styrkja eigin lausafjárstöðu. Reynist þessi leið fær gæti hún haft mikil áhrif á þróun efnahagsmála.

Gangi áform Landsvirkjunar eftir gætu þau ekki aðeins styrkt fjárhag fyrirtækisins heldur einnig stuðlað að umfangsmiklum framkvæmdum og rutt brautina í að losa krónuna úr gíslingu jöklabréfanna. Beðið er heimildar Seðlabankans, sem heldur utan um málið, en bankinn kallaði nýlega eftir umsóknum frá innlendum fyrirtækjum, sem hafa miklar erlendar gjaldeyristekjur.

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, vonast til að unnt verði að setja þetta í gang eftir tvær vikur eða svo. Með skuldabréfaútboðinu verður erlendum aðilum sem fjárfestu í krónubréfum boðið að losa þau út gegn lengri tíma fjárfestingu hérlendis eða minnst sjö ára og hyggst Landsvirkjun ná til stórra fagfjárfesta. Hún hefur full not fyrir peningana, hyggst nota þá til að styrkja eigin lausafjárstöðu og til fjárfestinga, en þar er virkjun við Búðarháls næst á dagskrá.  (mbl.is)

Vonandi gengur þetta eftir. Mikil þörf er á því að finna lausn  á innlausn krónubréfannana án þess að það felli gengi krónunnar.Og framangreind lausn hentar vel sem slík.

 

Björgvin Guðmundsson

Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun gætu skapað 300 manns störf en orku hennar er ætlað að auka framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Stefán Pétursson vonast til að það skýrist eftir fjórar vikur hvort þessi leið sé fær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband